Skaut yfirmann sinn eftir niðurskurð

AFP

Óánægður starfsmaður tæknifyrirtækis í fjármálahverfi Chicago í Bandaríkjunum ruddist þar inn í morgun og skaut á yfirmann sinn áður en hann skaut sig sjálfan.

Yfirmaðurinn sem var skotinn í höfuðið er forstjóri og stofnandi fyrirtækisins og hlaut hann höfuðáverka og liggur nú þungt haldinn á spítala. Árásarmaðurinn lést á staðnum.

Niðurskurður hafði verið í fyrirtækinu og hafði árásarmaðurinn, ásamt nokkrum öðrum starfsmönnum, verið lækkaður í stöðu fyrr í vikunni. Það var á tíunda tímanum í morgun sem hann gekk inn í fyrirtækið og bað um fund með yfirmanninum. Þar tók hann upp byssu og börðust þeir um hana í nokkra stund áður en skotum var hleypt af. 

Maðurinn sem var skotinn heitir Steven Lavoie og stofnaði fyrirtækið, ArrowStream, árið 2000.

CBS Chicago greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert