Grátur Rudra varð honum til lífs

„Ég var að gefa henni brjóst þegar ég heyrði hljóð líkt og í þrumum. Ég reyndi að hlaupa en veggurinn féll yfir okkur,“ segir móðir Rudra litla en þau mæðginin björguðust úr aurskriðu á Indlandi. Talið er að yfir 150 manns hafi farist.

Mæðginin Pramila Lembre, 25 ára og Rudra, þriggja ára, voru föst í aurskriðunni í sex klukkustundir. Þau sluppu nánast ómeidd en það varð þeim til lífs að veggurinn sem féll yfir þau skapaði rými með lofti.  „Ég reyndi að flýja en leðjan var alls staðar í kringum mig.“ Rudra litli grét og varð það til þess að björgunarmenn fundu mæðginin.

Skriðan féll á afskekktu svæði í vesturhluta Indlands. Hún var umfangsmikil og grófust fleiri hús undir henni. Skriðan féll úr brattri brekku ofan við lítið þorp.

Björgunarteymi hefur verið að störfum á svæðinu í nokkra daga. Þegar er búið að finna sextíu lík í leðjunni. Aðeins átta hefur verið bjargað. Eftir því sem tíminn líður dofnar vonin um að finna einhverja fleiri á lífi.

Frétt mbl.is: Kraftaverk geta gerst

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert