Heilbrigðiskerfið að hruni komið?

Frá Líbýu.
Frá Líbýu. AFP

Óttast er að heilbrigðiskerfi Líbýu geti hrunið, fari svo að fjöldi Filippseyinga og Indverja sem starfa á sjúkrahúsum í landinu hverfi til heimalanda sinna.

Blóðug átök hafa geisað í landinu síðustu þrjár vikur og hafa nokkur lönd flutt sendiherra og ríkisborgara sína úr landinu. 60% þeirra sem starfa á sjúkrahúsum í Líbýu eru frá Filippseyjum og 20% frá Indlandi.

Fjölmargir dvelja nú á sjúkrahúsum í Líbýu eftir átök síðustu vikna. Að minnsta kosti 102 hafa fallið í höfuðborg landsins, Trípolí og 452 slasast í átökunum sem hófust þann 13. júlí sl.

Yfirvöld á Filippseyjum hvöttu ríkisborgara landsins til að yfirgefa Líbýu þann 20. júlí sl. eftir að vinnumaður frá Filippseyjum fannst afhöfðaður. Aðeins um 700 af 13 þúsund Filippseyingum í landinu tóku mark á þessu og yfirgáfu landið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert