Ishag komin til Bandaríkjanna

Fjölskyldan er nú komin til Bandaríkjanna.
Fjölskyldan er nú komin til Bandaríkjanna. AFP

Mer­iam Ya­hia Ibra­him Is­hag, súdanska konan sem dæmd var til dauða fyrir trúvillu fyrr á þessu ári, er nú komin til Bandaríkjanna. Hún kom með flugi til Philadelphiu í gærkvöldi ásamt eiginmanni sínum, sem er bandaríkur ríkisborgari og tveimur börnum þeirra. Hjónin fóru því næst til New Hampshire, þar sem fjölskylda eiginmanns Ishag býr, og var þeim tekið fagnandi.

Eftir að Ishag var sleppt úr haldi fyrr í sumar ætlaði hún til Bandaríkjanna ásamt fjölskyldu sinni. Hún var handtekin á flugvellinum en þegar henni var sleppt, leituðu þau skjóls í sendiráði Bandaríkjanna í Súdan þar sem henni höfðu borist líflátshótanir. Eftir mánaðarlanga dvöl í sendiráðinu fór fjölskyldan til Ítalíu.

Mer­iam Ya­hia Ibra­him Is­hag á föðir sem er mús­lími og sam­kvæmt súd­anskri túlk­un á lög­um íslam, sem tóku gildi í land­inu 1983, er henni þar með óheim­ilt að hverfa frá trúnni. Hún á hins­veg­ar kristna móður og seg­ist ekki hafa verið alin upp sem mús­lími og aldrei litið á sig sem slík­an.

Eig­inmaður henn­ar og barns­faðir er frá Suður-Súd­an en með banda­rísk­an rík­is­borg­ara­rétt. Yngsta barn þeirra, Maya, kom í heim­inn í maí, en Ibra­him fæddi hana í fang­elsi stuttu eft­ir að hún var dæmd til hýðing­ar og heng­ing­ar fyr­ir að kasta trúnni. Dóm­ur­inn vakti harða for­dæm­ingu um all­an heim og var að lok­um aft­ur­kallaður. 

Flúin til Ítalíu eftir guðlastsdóminn

Þarf að sanna uppruna sinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert