Óöldin teygir sig til Líbanon

Líbanskur skriðdreki - Líbanski herinn hyggst ekki leyfa neinum aðila …
Líbanskur skriðdreki - Líbanski herinn hyggst ekki leyfa neinum aðila að flytja orrustuna á Sýrlandi yfir á land sitt. AFP

Miklar óeirðir voru þegar sýrlenskir uppreisnarmenn réðust nýverið á bæ við landamæri Sýrlands og Líbanon. Uppreisnarmenn drápu tvo úr gæsluliði bæjarins og rændu öðrum.

Herliðar sagðir vera úr Nusra-fylkingunni tóku lögreglustöð í bænum Arsal, sem hýsir þúsundir flóttamanna stríðsins í Sýrlandi, stuttlega á sitt vald. Tveir borgarar voru drepnir er uppreisnarmenn ráfuðu um götur bæjarins með líbanskar þyrlur svífandi fyrir ofan sig.

Fyrri árásir inná landamæri Líbanon hafa ekki náð eins langt inní landið og þessi.

Talsmaður fylkingarinnar sagði Reuters að þeir kröfðust lausnar eins leiðtoga síns, Emad Jumaa, sem var handtekinn nálægt bænum, en í honum eru Súnni-múslímar í meirihluta.

Líbanski herinn, sem sendi skriðdreka umsvifalaust til Arsal, sagði í tilkynningu að hann „mundi ekki leyfa neinum aðila að flytja orrustuna á Sýrlandi yfir á land sitt.“

Líbanon hýsir nú meira en milljón sýrlenska flóttamenn, sem þýðir að fjórðungur íbúa landsins eru Sýrlendingar.

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins, BBC, greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert