Skiptu af þjóðarhetjunni í táknmálsfréttir

Magtnus Carlsen, heimsmeistari í skák.
Magtnus Carlsen, heimsmeistari í skák. fide.com

Áhorfendur norska ríkissjónvarpsins voru allt annað en ánægðir í kvöld þegar stöðin sýndi skákleik Magnus Carlsen í beinni útsendingu. Í miðri skákinni skipti stöðin nefnilega yfir í táknmálsfréttir og á meðan tókst Carlsen að sigra keppinaut sinn. Norska sveitin bar þar með sigur úr býtum gegn sveit Ítala á Ólympíumótinu í skák sem fram fer í Tromsö. 

Kvörtunum rigndi yfir sjónvarpsstöðina og á Twitter létu áhorfendur í ljós pirring sinn. 

„Algjör skandall! Og þetta borgum við fyrir!“ sagði einn óanægður áhorfandi á Twitter. 

„Ég neita að horfa á restina af Ólympíumótinu. Góða nótt og takk fyrir mig,“ sagði annar. 

Þáttastjórnandinn á NRK baðst eftirá afstökunar á atvikinu. „Þetta var hrein óheppni,“ sagði Ole Rolfsrud við VG. 

Sjá frétt Verdens gang

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert