20.000 hafa komist af Sinjar-fjalli

Yfirvöld í norðurhluta Írak segja að 20.000 manns hið minnsta hafi komist af Sinjar-fjalli í dag. Fólkinu hefur verið haldið föngnu á fjallinu af vígamönnum IS, sem hafa lagt undir sig stóran hluta Íraks.

Kúrdískir hermenn tryggðu för fólksins til Sýrlands, en fólkið hefur nú komist aftur til Íraks.

Enn er mikill fjöldi fólks á fjallinu. Bandarískar, breskar og íraskar flugvélar hafa varpað vistum til fólksins, auk þess sem bandarískar orrustuþotur hafa gert loftárásir á vígamenn IS.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert