Barátta Kúrda í Tyrklandi senn á enda

Abdullah Ocalan
Abdullah Ocalan AFP

Leiðtogi Kúrda í Tyrklandi, Abdullah Ocalan, sagði í dag að áratuga barátta þeirra við stjórnvöld í Tyrklandi væri nú að ljúka í kjölfar forsetakosninganna í Tyrklandi sem fram fóru fyrr í þessum mánuði sem hann sagði upphaf nýrrar lýðræðislegrar þróunar í landinu.

Vísaði Ocalan til þess að forsetaframbjóðandi Lýðræðilega þjóðarflokksins, sem tekið hefur undir baráttumál Kúrda, hlaut tæplega 10% atkvæða. Þá hefur nýkjörinn forseti Tyrklands og fyrrverandi forsætisráðherra, Recep Tayyip, lagt sig fram við að draga úr spennu á milli Tyrkja og Kúrda í landinu og koma á umbótum sem veiti Kúrdum aukin réttindi. Einkum þegar kemur að notkun móðurmáli þeirra.

Ocalan hefur verið fangi tyrkneskra stjórnvalda undanfarin ár en samtök hans PKK hófu 15. ágúst árið 1984 vopnaða baráttu fyrir aukinni sjálfstjórn Kúrda í austurhluta Tyrklands. Fram kemur í frétt AFP að liðsmenn PKK hafa að undanförnu barist í Írak með þarlendum Kúrdum gegn sveitum Íslamska ríkisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert