Tók nektarmyndir í vinnunni

Baden í Sviss.
Baden í Sviss. Mynd:Wikipedia

Bæjarstjóri Baden í Sviss, sem er einnig þingmaður, hefur verið leystur frá störfum eftir að hann var ásakaður um að senda konu nektarmyndir.

Myndirnar, sem eiga að hafa verið teknar á skrifstofu bæjarstjórans, sendi hann til kunningjakonu sinnar sem var ekki hrifin og hótaði að fara með myndirnar í fjölmiðla.

Bæjarstjórinn heitir Geri Müller og er 53 ára gamall. Dagblaðið Schweiz am Sonntag fjallaði um málið í gær og var hann leystur frá störfum í dag.

Müller á að hafa tekið myndirnar á farsíma sinn og sent þær áfram á kunningjakonuna. 

Müller brást hratt við og í yfirlýsingu frá lögfræðingi hans kom fram að konan hafi hótað að birta myndirnar opinberlega. Hún á líka að hafa hótað að fremja sjálfsmorð. 

Bæjarstjórinn segir að hann hafi sjálfur haft samband við lögregluna útaf málinu og að hún hafi yfirheyrt konuna á fimmtudaginn. 

Bæjarráðið í Baden sagði í yfirlýsingu í dag að Müller væri leystur frá störfum á meðan málið yrði rannsakað.

Bæjarstjórinn Geri Müller var leystur frá störfum vegna nektarmynda sem …
Bæjarstjórinn Geri Müller var leystur frá störfum vegna nektarmynda sem hann tók á skrifstofu sinni. Mynd:Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert