Ætluðu að myrða fjölda nemenda

AFP

Tveir nemendur við grunnskóla í Los Angeles í Bandaríkjunum hafa verið handteknir vegna gruns um að þeir hafi verið að undirbúa skotárás í skólanum. Fram kemur í fréttinni að um sé að ræða skólann South Pasadena High School.

Lögreglan fékk upplýsingar um yfirvofandi skotárás frá starfsmönnum skólans samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni. Ennfremur kemur fram að nemendurnir tveir hafi haft í hyggju að myrða þrjá starfsmenn og eins marga nemendur og þeir gætu. Starfsmenn skólans hafi orðið varir við grunsamlega hegðun þeirra og haft samband við lögreglu.

Þá segir að annar nemendanna hafi verið handtekinn mótspyrnulaust en hinn hafi hins vegar veitt mótspyrnu þegar lögregla hafi handtekið hann á heimili hans og reynt að flýja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert