Bannar flug yfir Sýrlandi

Frá Sýrlandi.
Frá Sýrlandi. AFP

Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) fyrirskipaði í dag þarlendum flugvélum að halda sig frá lofthelgi Sýrlands þar sem borgaralegum flugvélum væri mögulega hætta búin á svæðinu. Vopnaðir hópar þar réðu yfir vopnabúnaði til að skjóta niður flugvélar.

Fram kemur í tilkynningu frá FAA að við endurskoðun á aðstæðum hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að banna bandarískum flugvélum að fljúga til, frá og yfir Sýrland. Áður hafði FAA varað bandarísk flugfélög eindregið við því að fljúga í lofthelgi landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert