Dó í örmum barna sinna

Tilbury er í um 40 km fjarlægð frá London.
Tilbury er í um 40 km fjarlægð frá London. Mynd:Wikipedia

Lögregla í Norður Írlandi hefur handtekið einn mann í tengslum við dauða ólöglegs innflytjanda í Tilbury í Essex í Englandi um helgina.

Maður fannst látinn í gámi ásamt 34 öðrum innflytjendum. Þau voru öll send á sjúkrahúsi í kjölfarið, en mörg þeirra þjáðust af ýmist ofkælingu eða ofþornun. 

Samkvæmt frétt fréttastofunnar Sky er maðurinn sem handtekinn var 34 ára gamall og kemur frá Limavady í Londonderry sýslu í Norður Írlandi. Maðurinn er grunaður um að bera ábyrgð á dauða mannsins og fyrir að stjórna ólöglegum innflutningi á fólki. 

Hann er nú í haldi lögreglunnar í Norður Írlandi en mun fljótlega verða sendur til lögreglunnar í Essex þar sem hann verður yfirheyrður. 

Maðurinn sem lést í gámnum hét Singh Kapoor og var 40 ára gamall. Hann, eins og hinir í gámnum, kom frá Afganistan. Vitni segja að maðurinn hafi látist í örmum barna sinna. Ekki er búið að úrskurða um hvað það hafi verið sem leiddi Kapoor til dauða. 

Fólkið fannst í gámi í Tilbury í Essex. Gámurinn hafði ferðast yfir nótt frá Belgíu í skipi og það var ekki fyrr en hafnarstarfsmenn í Tilbury heyrðu öskur og grátur úr gámnum sem fólkið fannst. 

Fólkið er afganskir sikhar sem kom frá Kabúl í Afganistan. Fólkið mun nú sækja um hæli í Bretlandi og er séð um þau af viðeigandi stofnunum.

Að sögn talsmanns innanríkisráðuneytis Bretlands eri að atvikið í Tilbury væri áminning um hræðilegar afleiðingar ólöglegs innflutnings á fólki. „Við munu gera allt sem við getum til þess að sakfella þá sem bera ábyrgð.“

Sjá frétt Sky um málið.

„Fundu rúmlega 30 manns í gámi“

„Hafnarstarfsmenn heyrðu öskur“

„Reyna að finna bílstjórann“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert