Eiga að hafa sent bréfasprengjur

Hér sést bréfasprengja sem er til sýnist á Póstsafni Bretlands.
Hér sést bréfasprengja sem er til sýnist á Póstsafni Bretlands. Mynd:Wikipedia

Tveir menn og tvær konur voru handtekin í Norður-Írlandi í dag vegna gruns um að standa á bakvið sendingar á bréfasprengjum

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru bréfasprengjurnar sendar á heimilisföng í bæði Norður-Írlandi og í Englandi. 

Verið er að yfirheyra fólkið vegna sprengna sem sendar voru í febrúar á nokkrar skrifstofur breska hersins í ýmsum breskum borgum. 

Í október á seinasta ári voru bréfasprengjur einnig sendar á heimili þekktra stjórnmálamanna í Norður-Írlandi. Engin af sprengjunum sprakk. 

Fólkið var handtekið í borginni Londonderry. Þau eru á aldrinum 21 til 46 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert