Rússar loka McDonald's stöðum

AFP

Matvælaeftirlit í Rússlandi hefur lokað tímabundið fjórum veitingastöðum bandaríska skyndibitarisans McDonald's í Moskvu vegna „brota á hreinlætisreglum“. Svæði í kringum veitingastaðina hafa jafnframt verið girt af. Þetta kemur fram í frétt Sky News.

Eftirlitsstofnunin Rospotrebnadzor lýsti nýlega yfir áhyggjum af gæðum og öryggi matvæla hjá keðjunni almennt og hyggjast draga hana fyrir dóm vegna ofangreindra brota sem og „ófullnægjandi merkinga“ á vörum sínum.  Lokanirnar koma í kjölfar síaukinnar spennu milli Rússa og Vesturlanda vegna Úkraínudeilunnar, en ýmis viðskipta- og innflutningsbönn eru í gildi milli ríkjanna. 

Frétt Sky News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert