1.400 giftu sig fyrstu þrjá mánuðina

Flogið með regnbogafánann, mynd úr safni.
Flogið með regnbogafánann, mynd úr safni. AFP

Yfir 1.400 samkynhneigð pör gengu í hjónaband í Englandi og Wales fyrstu þrjá mánuðina sem þau voru leyfð, en ný löggjöf tók gildi í löndunum í lok mars. 56% paranna voru kvenkyns og 44% karlkyns. Talið er að giftingum muni síðan fjölga mikið í desember, en þá geta pör sem áður hafa tekið upp staðfesta samvist gengið í hjónaband.

Áætlað er að fyrstu brúðkaup samkynhneigðra í Skotlandi muni eiga sér stað síðar á árinu, en í Norður-Írlandi eru enn engin teikn á lofti um slíkt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert