Eiginkonan hlóð niður barnaklámi

Í ljós kom að myndirnar voru sóttar um tveimur vikum …
Í ljós kom að myndirnar voru sóttar um tveimur vikum eftir að maðurinn flutti af heimilinu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bandarísk kona hefur verið sakfelld fyrir að hlaða niður ljósmyndum sem sýndu barnaklám og gróft ofbeldi gagnvart börnum. Markmið konunnar með niðurhalinu var að koma sökinni á eiginmann sinn og fá hann dæmdan. Þetta kemur fram í frétt Sky News.

Konan, Meri Jane Woods, hlóð niður 40 slíkum ljósmyndir á fjölskyldutölvunni, fór síðan með tölvuna til lögreglu og útskýrði að eiginmaður hennar hlyti að vera ábyrgur. Lögregluþjónar sem skoðuðu tölvuna komust hins vegar að því að myndirnar hefðu verið sóttar ríflega tveimur vikum eftir að maðurinn flutti af heimilinu, en hjónin voru skilin að borði og sæng.

Woods gæti því átt yfir höfði sér allt að níu ára fangelsi og verður líklega skráð á sérstakan lista yfir kynferðisafbrotamenn, en eiginmaður hennar er laus allra mála.

Frétt Sky News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert