Ekki ákærður fyrir nauðgun

Bill Shorten
Bill Shorten AFP

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ástralíu, Bill Shorten, hefur verið hreinsaður af sök um að hafa nauðgað konu á níunda áratugnum þegar hann var nítján ára gamall. Hann segir ásakanir hafa verið viðurstyggð.

Shorten var kjörinn leiðtogi Verkamannaflokksins í október í fyrra. Hann greindi frá ásökunum á samfélagsmiðlum á síðasta ári. Í tilkynningu í dag segir Shorten að hann muni ekki fara nákvæmlega út í það í hverju málið felist en þetta sé ekki rétt og málið sé viðurstyggð. „Það er nákvæmlega ekkert hæft í þessu.“

Kona sem hann þekkti lítillega á þessum tíma sakaði hann um að hafa nauðgað sér í búðum Verkamannaflokksins í Victoria árið 1986.

Lögreglan í Victoria staðfestir að rannsókn hafi farið fram og saksóknari segir að ekkert hafi komið fram sem réttlæti saksókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert