Ösku Williams dreift um San Francisco flóann

Robin Williams féll fyrir eigin hendi þann 11. ágúst sl.
Robin Williams féll fyrir eigin hendi þann 11. ágúst sl. Mynd/AFP

Í dánarvottorði leikarans Robin Williams kemur fram að ösku hans var dreift í San Francisco flóanum eftir útför hans þann 12. ágúst, daginn eftir andlát hans. Í vottorðinu kemur einnig fram að rannsókn á andláti hans standi enn yfir. 

Borgin San Francisco var heimili leikarans í meira en 50 ár. 

Ekki er enn vitað hvað varð til þess að Williams ákvað að taka eigið líf. Náinn fjölskylduvinur hefur haldið því fram í samtali við TMZ að ákvörðunin hafi verið tekin snögglega, þrátt fyrir að Williams hafi liðið illa í lengri tíma. 

Leikarinn Rob Schneider, sem var náinn vinur Williams, telur hins vegar ástæðu sjálfsvígsins vera parkinsons-lyf sem Williams hafði nýlega þurft að taka. Leikarinn greindist með sjúkdóminn skömmu áður en hann lést. Á twittersíðu sinni skrifar Schneider: „Nú þegar við getum rætt málið: Williams var farinn að taka parkinsons-lyf áður en hann lést. Ein aukaverkun lyfsins er sjálfsvíg.“

Sjá frétt Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert