Var mögulega smitaður af ebólu

Ebóluviðvörun á Fílabeinsströndinni. Þar, líkt og í mörgum öðrum ríkjum …
Ebóluviðvörun á Fílabeinsströndinni. Þar, líkt og í mörgum öðrum ríkjum Vestur-Afríku, óttast yfirvöld að veiran kunni að berast til landsins von bráðar. AFP

Írsk heilbrigðisyfirvöld kanna nú hvort einstaklingur sem fannst látinn í morgun, eftir að hann sneri heim frá ríki í Vestur-Afríku hafi verið smitaður af ebóla-veirunni. Maðurinn fannst í bænum Donegal í norðvestur hluta landsins. Búist er við að niðurstöður rannsókna á líki mannsins berist á morgun, en þangað til verður líkið óhreyft í sérstakri geymslu líkhússins.

Um 1.350 manns hafa nú látist í ebóla-faraldrinum í Líberíu, Gíneu, Síerra Leóne og Nígeríu síðan í mars. Dr. Kent Brantly, banda­ríski lækn­ir­inn sem var fyrsti maður­inn til að fá til­rauna­lyfið ZMapp við ebólu, var út­skrifaður af sjúkra­húsi í Banda­ríkj­un­um í dag. Rann­sókn­ir sýna að hann ber vírus­inn ekki leng­ur í blóðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert