Saka Rússa um innrás

AFP

Stjórnvöld í Úkraínu saka stjórnvöld í Moskvu um að hafa ráðist inn í landið eftir að Rússar tóku þá einhliða ákvörðun að senda flutningalest með hjálpargögnum inn í austurhluta Úkraínu. 

Stjórnvöld í Rússlandi misstu í dag þolinmæðina eftir að flutningabílar þeirra hafa beðið í viku við landamæri Úkraínu drekkhlaðnir hjálpargögnum. Fyrirskipuðu stjórnvöld að bílalestin skyldi fara yfir landamærin með gögnin þrátt fyrir að Rauði krossinn hafi neitað að veita aðstoð þar sem ekki var heimild fyrir flutningnum af hálfu úkraínskra stjórnvalda.

Yfirmaður leyniþjónustu Úkraínu segir þetta beina innrás af hálfu Rússa. Öll ábyrgð á öryggi flutningalestarinnar hvíli á rússneskum stjórnvöldum en Rússar hafa varað við því að brugðist verði hart við verði eitthvað gert til þess að reyna að stöðva för flutningalestarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert