Fóru yfir landamærin án leyfis

Um 100 rússneskir flutningabílar fóru yfir landamærin til Úkraínu í …
Um 100 rússneskir flutningabílar fóru yfir landamærin til Úkraínu í gær. SERGEY VENYAVSKY

Meira en 100 rússneskir flutningabílar fóru í nótt yfir landamærin til Úkraínu, án þess að hafa fengið leyfi frá stjórnvöldum í Úkraínu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sem ætlar að heimsækja Úkraínu í dag, segir þetta hættulegt skref af hálfu Rússa og geti aukið enn á spennu í deilunni.

Bílar úr bílalestinni eru byrjaðir að snúa aftur til Rússlands eftir að hafa verið affermdir á svæðum sem uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu ráða yfir.

Rússar segja að bílarnir hafi flutt hjálpargögn til íbúa sem hafi orðið hart út í átökunum í landinu, en stjórnvöld í Úkraínu óttast að vöruflutningarnir séu hluti af hernaðaraðgerðum. Ráðherra í ríkisstjórn Úkraínu sagði að Úkraínumenn þyrftu ekki á hjálpargögnum frá Rússum að halda. Það sem þyrfti að gerast væri að Rússar flyttu burtu hergögn sem þeir hafa sent til Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert