Banvæn stunga marglyttu

Marglytta
Marglytta AFP

Yfirvöld á taílensku ferðamannaeyjunni Koh Phangan hafa gefið út viðvörun til ferðamanna sem synda í sjónum í kringum eyjuna um að fara varlega eftir að fimm ára franskur drengur lést eftir stungu baneitraðrar marglyttu.

Drengurinn, sem var í leyfi ásamt fjölskyldu sinni, lést á laugardagskvöldið eftir að hafa verið stunginn af marglyttu (box jellyfish) sem talin ein eitraðasta skepna jarðar. Afar sjaldgæft er að vera stunginn af slíkri skepnu en nánast undantekningarlaus veldur stunga dauða.  

Lögreglan á Koh Phangan hvetur hótelstarfsmenn og íbúa eyjunnar til að vara ferðamenn við hættunni sem fylgir marglyttum, einkum þeirri tegund sem stakk drenginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert