Fundu geitungabú í rúminu

Geitungarnir voru um fimm þúsund talsins. Mynd úr safni.
Geitungarnir voru um fimm þúsund talsins. Mynd úr safni. AFP

Meindýraeyðir í bresku borginni Winchester fór í heldur sérstakt útkall á dögunum þegar hann þurfti að hreinsa burt gríðarstórt geitungabú úr rúmi fjölskylduheimilis í borginni.

Samkvæmt frétt BBC var búið um 91 cm á lengd, en meindýraeyðirinn sagði verkefnið vera það óvenjulegasta á sínum 45 ára langa ferli. Rúmið var í ónotuðu gestaherbergi þar sem lítill gluggi hafði verið skilinn eftir opinn um nokkurt skeið.

Meindýraeyðirinn taldi geitungana hafa verið um þrjá mánuði að störfum við byggingu búsins og tók fram að það væri „með afbrigðum vel gert“ hjá þeim, en flugurnar höfðu étið sig í gegnum kodda og dýnu til þess að gera búið umfangsmeira. Um tvær klukkustundir tók að drepa alla geitungana, sem voru um fimm þúsund talsins.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert