Sjóslys við Grænlandsstrendur

Björgunarþyrla við Grænland.
Björgunarþyrla við Grænland. mbl.is/Árni Sæberg

Fjórir hafa fundist látnir eftir að bátur sökk úti fyrir Ilulissat á vesturströnd Grænlands. Danskir fjölmiðlar greina frá því að fólkið hafi verið um borð í bát og að frá honum hafi borist neyðarkall í gærkvöldi. Slæmt veður á staðnum hamlaði hins vegar leit. Óvíst er hvort fleiri hafi verið um borð.

Leitað var í gærkvöldi úr þyrlu Air Greenland og á bátum en leit var hætt á miðnætti vegna veðurs og hélt ekki áfram fyrr en klukkan fjögur í nótt. Báturinn hefur ekki fundist og hefur í dag verið leitað að fleiri bátsverjum.

Ekki hefur verið borin kennsl á líkin fjögur sem hafa þegar fundist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert