Útlendir vígamenn flykkjast til Írak

Liðsmenn Ríki íslam koma víða að, meðal annars frá Ástralíu, …
Liðsmenn Ríki íslam koma víða að, meðal annars frá Ástralíu, Bretlandi og Norðurlöndunum. AFP

Fimmtán Ástralar, þar á meðal tveir sjálfsvígssprengjumenn, eru taldir hafa látist í bardögum í Sýrlandi og Írak að undanförnu. Þetta segir yfirmaður leyniþjónustu Ástralíu, David Irvine, en mennirnir gengu allir til liðs við skæruliðahreyfingar í löndunum tveimur.

Stjórnvöld í Canberra hafa lýst yfir áhyggjum vegna fjölda Ástrala sem hafa gengið til liðs við samtök eins og Ríki íslam (IS).

Einn þeirra, Ástralinn Khaled Sharrouf, vakti mikla reiði meðal almennings er hann birti mynd á Twitter af syni sínum, sem er alinn upp í Sydney, sem hafði stillt sér upp haldandi á rotnandi höfði sýrlensks hermanns.

Irvine segir að útlendum bardagamönnum hafi fjölgað í Sýrlandi og Írak, þar á meðal Ástölum. Nú sé talið að um og yfir sextíu Ástralar taki þátt í bardögum með tveimur öfgahópum sem hafa sprottið upp úr Al-Qaeda:  Jahabat-al-Nusra og Ríki íslam í Írak. Nú þegar séu fimmtán Ástralar látnir í bardögum á þessum slóðum, þar á meðal tveir ungir sjálfsvígsárásarmenn. Yfir 100 Ástralar veiti þessum öfgahópum verulegan stuðning, svo sem með fjármunum, vopnum, liðsöfnun og með því að hvetja fólk til þess að taka þátt í sjálfsvígsárásum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert