NATO birtir myndir af Rússum í Úkraínu

Atlantshafsbandalagið, NATO, hefur birt gervihnattamyndir sem bandalagið segir að sýni rússneskar hersveitir í Úkraínu. NATO segir að hermennirnir berjist við hlið aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins.

Petro Porosénkó, forseti Úkraínu, hélt fund með öryggisráði landsins í dag, en hann segir að ástandið hafi farið versnandi. Rússar hafna þessum fullyrðingum. 

Vesturveldin hafa fordæmt aðgerðir Rússa. Nú stendur yfir neyðarfundur öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York sem var boðaður sérstaklega til að ræða ástandið.

NATO-hershöfðinginn Niko Tak segir að yfir 1.000 rússneskir hermenn séu á ferðinni í Úkraínu. Hermennirnir veiti bæði aðskilnaðarsinnum stuðningi og berjist við hlið þeirra. 

Öryggisráð SÞ fundar nú um stöðuna í New York.
Öryggisráð SÞ fundar nú um stöðuna í New York. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert