Forsætisráðherra á meðal grunaðra í morðrannsókn

Mynd af Nawaz Sharif stendur hér við umferðargötu í Íslamabad …
Mynd af Nawaz Sharif stendur hér við umferðargötu í Íslamabad í Pakistan. AFP

Pakistanska lögreglan segir að forsætisráðherra landsins, Nawaz Sharif, sé á meðal grunaðra í morðmáli sem hún hefur til rannsóknar.

Sharif er á meðal 21 sakbornings sem er grunaður um að hafa myrt 14 mótmælendur skammt frá borginni Lahore í júní. Þetta kemur fram á vef BBC.

Klerkurinn og stjórnarandstæðingurinn Tahir ul-Qadri krefst þess að Sharif verði sóttur til saka vegna morðs og að hann sæti rannsókn vegna gruns um hryðjuverk. 

Fréttaskýrandi BBC segir að þetta þýði ekki að Sharif verði sjálfkrafa handtekinn og þurfi að mæta í réttarsal vegna málsins. Hann segir að um frumrannsókn sé að ræða í kjölfar kvörtunar sem barst lögreglu. 

Ætli lögreglan sér lengra með málið verði hún að finna haldbær sönnunargögn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert