Friðargæsluliðar í haldi vopnaðra manna

LIðsmenn UNDOF í Sýrlandi.
LIðsmenn UNDOF í Sýrlandi. AFP

Sameinuðu þjóðirnar segja að 43 friðargæsluliðar séu í haldi vopnaðra manna á sýrlenska hluta Gólanhæða. 

Friðargæsluliðar UNDOF voru teknir höndum nærri Quneitra þar sem sýrlenskir uppreisnarmenn börðust við stjórnarhersveitir, að því er segir á vef BBC.

Að auki situr 81 friðargæsluliði fastur nærri al-Ruwayhina og Burayqa, eftir að uppreisnarmenn náðu á sitt vald landamærastöð sem liggur að ísraelska hluta Gólanhæða í kjölfar langvinnra átaka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert