Gera upp heimili Orwells

George Orwell fæddist árið 1903 á Indlandi.
George Orwell fæddist árið 1903 á Indlandi. AFP

Æskuheimili rithöfundarins George Orwell verður gert upp og nýtt sem safn. Orwell, sem er þekktur fyrir bækur sínar Animal Farm og 1984, hét áður Eric Arthur Blair og fæddist 25. júní árið 1903 í smábænum Motihari á Indlandi.

Húsið er í niðurníðslu og hafa yfirvöld á svæðinu lagt til rúmar ellefu milljónir svo hægt sé að gera upp húsið. Staðið hefur til að gera upp húsið frá árinu 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert