Mikill viðbúnaður í Kaupmannahöfn

Maðurinn sem danska lögreglan er að leita að
Maðurinn sem danska lögreglan er að leita að Frá dönsku lögreglunni

Gríðarlegur viðbúnaður er í Kaupmannahöfn vegna manns sem þykir mjög grunsamlegur. Nú hefur Holbergsgötu verið lokað þar sem taska sem talið er að maðurinn hafi skilið eftir er rannsökuð. 

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur ekki viljað upplýsa um hvers vegna lýst er eftir manninum en hún hefur birt myndir af honum og biðlað til fólks á samfélagsmiðlum að hafa samband sjái það til ferða hans.

Nýjasta myndin sem lögreglan hefur sent frá sér er tekin í jarðlest í morgun en maðurinn fór út úr lestinni á Islands Brygge lestarstöðinni.

Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla er lögreglan út um alla borg að leita mannsins. Á Nørreport lestarstöðinni eru lögreglumenn vopnaðir vélbyssum á ferð.

Maðurinn sem lýst er eftir er um þrítugt, um 180 sm á hæð og dökkur yfirlitum, samkvæmt frétt Berlingske. 

Frétt Politiken

Frétt Berlingske

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert