„Notaði brjóstin til að sleppa við sekt“

Færslan var hluti af átaki til að vekja athygli á …
Færslan var hluti af átaki til að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Ljósmynd/Wikipedia

Embættismaður í breska Verkamannaflokknum hefur hlotið ákúrur frá samflokksmönnum sínum eftir að hún setti umdeilda stöðuuppfærslu á fésbókarsíðu sína þar sem hún lýsti því yfir að hún hefði notað barm sinn til að sleppa við hraðasekt. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Stöðuuppfærslan var hluti af átaki til að vekja almenning til vitundar um brjóstakrabbamein, en í því skyni áttu fésbókarnotendur að setja inn skáldaðar stöðuuppfærslur í því skyni að skapa umræðu. Flokksforystunni leist hins vegar ekki á uppátæki embættismannsins, Ruth Rosenau, og var henni skipað að fjarlægja færsluna.

Rosenau hefur enn ekki tjáð sig um atvikið, en Tony Walley, samflokksmaður hennar, er ósammála flokksforystunni og segist harma að ekki hafi farið fram meiri umræða um atvikið. Hann benti á að samfélagsmiðlar sinntu sífellt mikilvægara hlutverki í fjáröflunum og baráttumálum, og í því harða samkeppnisumhverfi sem þar ríkti væri nauðsynlegt að vera frumlegur.

„Ég skil vel að margir geri athugasemd við færslu af þessu tagi, en það er einmitt markmiðið – að vekja umræðu,“ sagði Walley.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert