Nýjar upplýsingar um MH370

AFP

Leit að þotu Malaysia Airlines, flugi MH350, verður nú einkum á suðurhluta leitarsvæðisins þar sem nú er jafnvel talið að farþegaþotunni hafi verið flogið suður fyrr en áður var talið.

Aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu, Warren Truss, segir að þetta byggi á nýjum upplýsingum úr gervihnöttum en undanfarna mánuði hefur verið unnið úr gögnum sem geta mögulega sagt til um hvað varð um þotuna sem hvarf af ratsjám þann 8. mars með 239 um borð. Flugvélin var á leið frá Kuala Lumpur til Peking.

Truss segir að leitarsvæðið sé enn hið sama en áherslan hafi verið færð til suðurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert