Segir rússneska hermenn í Úkraínu

Petro Porosénkó, forseti Úkraínu, sakar rússnesk stjórnvöld um að hafa sent hermenn inn í austurhluta landsins. 

Ný víglína opnaðist í gær þegar aðskilnaðarsinnar í austurhlutalandsins náðu hafnarbænum Novoazovsk á sitt vald, að því er segir á vef BBC.

Atlantshafsbandalagið, NATO, segist hafa orðið vart við mikla aukningu á rússneskum vopnasendingum til uppreisnarmanna undanfarinn hálfan mánuð. 

Stjórnvöld í Rússlandi neita því að rússneskar hersveitir hafi farið yfir landamærin til Úkráinu. 

Að minnst akosti 2.119 hafa fallið í átökunum í Úkraínu sem hafa staðið yfir í fjóra mánuði. 

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna heldur nú neyðarfund í New York vegna málsins, en fundurinn hófst kl. 18 að íslenskum tíma. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert