Stærsti banki Rússlands lánar ketti

Í Rússlandi er kettir tákn um velgengni
Í Rússlandi er kettir tákn um velgengni AFP

Stærsti banki Rússlands lánar nú ekki aðeins peninga, heldur einnig ketti. Þeir viðskiptavinir sem taka lán í fyrsta skipti geta valið sér kött og sér bankinn til þess að kötturinn komi heim í tæka tíð.

Hægt er að velja um tíu tegundir og virða þær fyrir sér á heimasíðu bankans. Á síðunni má meðal annars sjá myndband með nýjum viðskiptavinum með fallegan kött. Slæmu fréttirnar eru þó sennilega þær að viðskiptavinirnir fá ekki að eiga köttinn.

Í Rússlandi er kettir tákn um velgengni. Viðskiptavinir fá köttinn því aðeins að dýrið sé sá fyrsti sem stígur yfir þröskuld heimilisins. Hann dvelur hjá nýju eigendunum í tvær klukkustundir og heldur svo aftur í bankann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert