„Þetta er verra en ég óttaðist“

120 heilbrigðisstarfsmenn hafa látið lífið úr ebólu frá því að …
120 heilbrigðisstarfsmenn hafa látið lífið úr ebólu frá því að faraldurinn hófst. AFP

„Þetta er verra en ég óttaðist,“ segir Tom Frieden, forstöðumaður smitsjúkdómavarna í Atlanta í Bandaríkjunum, í samtali við sjónvarpsstöðina CNN í gærkvöldi um útbreiðslu ebólu í Vestur-Afríku. Hann segir hættuna á því að að veiran berist til annarra landa aukast eftir því sem faraldurinn stendur lengur yfir.

„Því fyrr sem heimurinn sameinast um að aðstoða Líberíu og Vestur-Afríku, því öruggari verðum við öll,“ segir Frieden. Meira en 2.600 manns hafa smitast af ebólu í Líberíu, Gíneu, Síerra Leóne og Nígeríu frá því að faraldurinn hófst í desember. Hátt í 1.500 manns hafa látið lífið.

Starfsmaður smitsjúkdómavarna Bandaríkjanna var nýlega fluttur heim til Bandaríkjanna frá Síerra Leóne, en hann hafði unnið náið með öðrum heilbrigðisstarfsmanni sem greindist með ebólu. Starfsmaðurinn virðist vera heilbrigður og hefur engin einkenni ebólu.

120 heilbrigðisstarfsmenn hafa látið lífið úr ebólu frá því að faraldurinn hófst og hátt í 250 manns smitast.

Frétt CNN. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert