Viðbúnaði aflýst í Kaupmannahöfn

Danska lögreglan
Danska lögreglan Wikipedia/Heb

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur aflýst viðbúnaði sem var í morgun vegna manns sem var leitað. Þetta kemur fram á Twittervef Kaupmannahafnarlögreglunnar. Maðurinn sem var eftirlýstur hafði ekkert gert af sér, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar fyrir skömmu.

Samkvæmt frétt Ekstrablaðsins hafði farþegi í neðanjarðarlest samband við lögreglu og tilkynnti um grunsamlegan mann með ferðatösku. Gefin var út lýsing á manninum og birtar myndir af honum í öllum fjölmiðlum í Danmörku, vopnaðir lögregluþjónar voru út um alla Kaupmannahöfn og götum meðal annars lokað þar sem þar fannst yfirgefin ferðataska. 

Á blaðamannafundinum kom fram að fjölskylda mannsins hafi haft samband þegar hún sá myndir af honum í fjölmiðlum. Voru gefnar trúverðugar skýringar á því hvers vegna hann virtist svo taugaóstyrkur í lesinni og er að sögn lögreglu ljóst að maðurinn er sárasaklaus og hafði ekkert gert af sér en hann hafði sjálfur haft samband við lögreglu.

Mikill viðbúnaður í Kaupmannahöfn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert