Framleiddu metamfetamín í kirkju

Hreint metamfetamín hydrochloride, betur þekkt sem crystal meth.
Hreint metamfetamín hydrochloride, betur þekkt sem crystal meth. Wikipedia

Yfirvöld í suður Illinoisríki í Bandaríkjunum hafa ákært tvær konur fyrir að framleiða metamfetamín í kirkju í bænum Hillsboro. Konurnar tvær, 53 ára gamla Judith Hemken og 26 ára gamla Tiffany Burton, voru ákærðar á miðvikudag eftir að hafa tekið þátt í metamfetamínframleiðslu í kirkjunni.

Samkvæmt fréttastofunni The Journal News geta konurnar átt von á allt að 40 árum í fangelsi, verði þær fundnar sekar.

Lögregluþjónninn Rick Robbins segir lögregluna hafa fengið símtal á þriðjudag frá starfsmanni kirkjunnar um framleiðsluna. Hann segir konurnar hafa verið handteknar stuttu seinna. Hvorug þeirra hefur nokkra tengingu við kirkjuna.

Robbins segir yfirvöld hafa fundið og tekið í sundur verksmiðjuna. Eldur braust út þegar lögregluþjónar hreinsuðu stofuna, en hægt var að slökkva hann fljótlega og enginn slasaðist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert