Setti dauða sinn á svið

Lögreglan telur Sharma hafa sett dauða sinn á svið til …
Lögreglan telur Sharma hafa sett dauða sinn á svið til þess að hefja nýtt líf með ungri konu. ljósmynd/bbc.com

Chandra Mohan Sharma, indverskur aðgerðasinni sem talinn var af, fannst í Bangalore þar sem hann starfaði undir dulnefni. Lögreglan telur Sharma hafa sett dauða sinn á svið til þess að hefja nýtt líf með ungri konu.

Bíll Sharma fannst nærri höfuðborg Indlands, Delhi. Lík af manni var í bílnum sem kveikt hafði verið í. Fjölskyldumeðlimir Sharma sem báru kennsl á líkið töldu hann hafa verið drepinn fyrir að svipta hulunni af spillingu stjórnvalda.

Hjákonan hvarf mánuði síðar

Eiginkonu Sharma grunaði hins vegar að dauði hans tengdist sambandi hans við konu sem hafði verið í sambandi við hann undanfarna mánuði og hvarf mánuði eftir að Sharma átti að hafa látist.

Sharma var handtekinn í Bangalora þar sem hann starfaði í bílaverksmiðju undir öðru nafni. Hann hafði rakað af sér hárið og skipt um nafn til þess að villa á sér heimildir.

Sharma er ekki aðeins grunaður um að hafa sett dauða sinn á svið heldur mun hann hafa drepið heimilislausan mann og komið honum fyrir í bíl sínum áður en hann kveikti í honum með hjálp ættingja sem lögreglan segir nú á flótta.

Sharma neitar öllum ásökunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert