Tæplega helmingur íbúa á flótta

Þetta eru heimili sýrlenskra flóttamanna og hafa verið það í …
Þetta eru heimili sýrlenskra flóttamanna og hafa verið það í meira en þrjú ár. AFP

Yfir þrjár milljónir Sýrlendinga eru nú á flótta og ástandið versnar stöðugt í landinu, samkvæmt upplýsingum frá flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). 

Hvergi í heiminum er ástandið verra nú en í Sýrlandi þar sem helmingur landsmanna hefur þurft að flýja heimili sín. Meirihluti þeirra hefur flúið til nágrannaríkjanna og eru um 1,14 milljónir Sýrlendinga í flóttamannabúðum í Líbanon. Yfir 190 þúsund Sýrlendingar hafa látist frá því borgarastríðið braust út í mars 2011 er stjórnarandstæðingar hófu baráttuna við að koma forseta landsins, Bashar al-Assad, frá völdum.

Á vef BBC kemur fram að ástandið hafi versnað enn frekar undanfarna mánuði eftir að samtökin Ríki íslam urðu til og náðu yfirráðum yfir hluta Sýrlands og Íraks.

BBC hefur eftir UNHCR að einn af hverjum átta Sýrlendingum hafi flúið yfir landamærin og 6,5 milljónir til viðbótar séu á flótta innan Sýrlands, helmingur þeirra eru börn.

Sýrlendingar á flótta samkvæmt UNHCR og BBC birtir

1.175.504 í Líbanon

832.508 í Tyrklandi

613.252 í Jórdaníu

215.369 í Írak

139.090 í Egyptalandi

23.367 í Norður-Afríku

6,5 milljónir hafa flúið heimili sín í Sýrlandi.

Grey line
Um helmingur sýrlensku þjóðarinnar hefur þurft að flýja heimili sín
Um helmingur sýrlensku þjóðarinnar hefur þurft að flýja heimili sín AFP
Fjölskylda á flótta.
Fjölskylda á flótta. AFP
Frá þorpinu Quneitra
Frá þorpinu Quneitra AFP
AFP
AFP
Newroz flóttamannabúðirnar í Hasaka héraði í Sýrlandi
Newroz flóttamannabúðirnar í Hasaka héraði í Sýrlandi AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert