Barn lést í aftursæti bíls í Sviss

Atvikið átti sér stað í Sviss.
Atvikið átti sér stað í Sviss. Mynd:Wikipedia

Um 16 mánaða barn lést eftir að annað foreldri þess skildi það eftir í aftursæti bíls í bænum La Chaux-de-Fonds, Sviss.

Barnið var óafskipt í bílnum í marga klukkutíma á meðan foreldrar þess voru í vinnunni.

Foreldrarnir höfðu gleymt að skilja barnið eftir í þeirri umsjá sem þau voru vön að notast við á meðan þau voru í vinnunni og áttuðu sig ekki á mistökunum fyrr en í enda dags, þegar þau ætluðu að sækja barnið úr pössun. Barnið var þá dáið.

Málið er nú í rannsókn.

Frétt Telegraph

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert