Tusk for­seti leiðtogaráðs ESB

Donald Tusk (t.v.) verður for­seti leiðtogaráðs ESB og tekur við …
Donald Tusk (t.v.) verður for­seti leiðtogaráðs ESB og tekur við að Herm­an Van Rompuy. Lengst til hægri er Federica Mogherini sem verður utanríkismálastjóri bandalagsins. JOHN THYS

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, verður for­seti leiðtogaráðs Evrópusambandsins og Federica Mogherini verður utanríkismálastjóri bandalagsins.

Þetta var ákveðið á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel í dag. Tusk hefur verið forsætisráðherra Póllands frá árinu 2007. Hann tekur við af Belganum Herman Van Rompuy.

Federica Mogherini, utanríkisráðherra Ítalíu, verður utanríkismálastjóri ESB, en hún tekur við af Catherine Ashton.

Nú er búið að skipa nýja menn í þrjú æðstu embætti innan Evrópusambandsins en Tusk og Mogherini koma til með að vinna náið með Jean-Claude Juncker, nýjum forseta framkvæmdastjórnar ESB.

Tusk er 57 ára gamall. Hann mun gegna embætti forseta leiðtogaráðsins í tvö og hálft ár. Hann tekur við 1. desember nk. Mogherini gegnir sínu embætti hins vegar í fimm ár, en hún tekur við 1. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert