Börnin aftur í skóla eftir átökin

Kennsla hófst í flestum leik- og grunnskólum Ísraels í dag.
Kennsla hófst í flestum leik- og grunnskólum Ísraels í dag. AFP

Fleiri en tvær milljónir ísraelskra barna fóru aftur í skólann þegar kennsla hófst eftir sumarfrí. Mörg barnanna hafa varið sumrinu í skýlum, fjarri heimilum sínum, til að forðast loftskeyti sem dunið hafa á svæðinu í sumar. Ótímabundið vopnahlé tók gildi á Gaza síðastliðinn þriðjudag.

Fyrstu tvær vikurnar verður lögð áhersla á að aðstoða börnin við að snúa aftur til hins daglega lífs í skólanum. Börnin munu meðal annars fá tækifæri og verða hvött til þess að ræða upplifun sína af átökum sumarsins, átök sem stóðu yfir í fimmtíu daga og kostuðu 2.143 Gazabúa og 69 Ísraelsmenn lífið.

Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu var ákveðið að opna grunnskóla og leikskóla, en ákvörðunin var tekið í samráði við herinn. Ekki er enn búið að opna alla skólana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert