Skólastjóri keypti eiturlyf

Krakk kókaín
Krakk kókaín Wikipedia

Skólastjóra í grunnskóla í Tennesseeríki í Bandaríkjunum hefur verið vikið úr starfi eftir að hafa verið ákærður fyrir kaup á krakk kókaíni. 

Lögreglan handtók hinn 58 ára gamla Donnie Johnson á föstudag eftir að vitni höfðu tilkynnt  að þau hefðu séð hann kaupa eiturlyfin. Johnson er skólastjóri í Rockvale Elementary School og hefur verið starfsmaður í skólum í Rutherford County í yfir 30 ár.

Lögreglan handtók einnig hina 29 ára gömlu Tiquista Robinson, sem var ákærð fyrir að hafa selt Johnson lyfin.

Lögreglumenn urðu vitni að viðskiptunum á milli Johnsons og Robinson, og játaði Johnson að hafa keypt efnin, sem hann sagðist ætla að nota fyrir sjálfan sig. Hann var ákærður í kjölfarið. Robinson játaði einnig að hafa selt honum kókaínið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert