Sverðaárás í norsku brúðkaupi

Mynd af sverði úr safni
Mynd af sverði úr safni AFP

Gestur í brúðkaupsveislu gekk berserksgang í Skedsmo í Noregi í gærkvöldi og stakk tvo gesti með 

<span>japönsku samúraí-sverði.</span> <span>Jon Andorsen, varðstjóri í lögreglunni, staðfestir árásina í samtali við VG en annar þeirra var fluttur á Akerhus-háskólasjúkrahúsið þar sem gert var að sárum hans. Hinn maðurinn var hins vegar með grunna skurði sem gert var að á staðnum. </span>

Andorsen segir að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvað hafi gerst og hefur enginn verið handtekinn. Hann á von á því að málsatvik skýrist í dag. Eins er óútskýrt hvers vegna einhver kom vopnaður sverði til veislunnar.

Frétt VG

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert