Vilja vopnahlé strax

Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, hvetur til þess að vopnahléi verði komið strax á í Austur-Úkraínu og að það verði án skilyrða.

Fundað verður um ástandið í Austur-Úkraínu í Minsk í Hvíta-Rússlandi í dag. Lavrov segist treysta því að þær viðræður muni skila árangri og öllu skipti að fallist verði á vopnahlé strax og að það verði án skilyrða.

Lavrov segir að rússneski herinn hafi ekki farið inn í Úkraínu og stjórnvöld í Rússlandi vilji ekkert fremur en að friðsamleg lausn finnist á deilunni.

Sergei Lavrov
Sergei Lavrov AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert