Elti hundinn og varð fyrir lest

Wikipedia

Tvítug frönsk kona lét lífið í gær þegar hún varð fyrir hraðlest í borginni Toulon í Frakklandi. Konan hafði staðið á brautarpallinum á lestarstöð borgarinnar þegar hundurinn hennar sleit sig lausan og hljóp út á brautarteinana. Konan elti hundinn í því skyni að ná honum en virðist ekki hafa tekið eftir lestinni sem kom á miklum hraða í áttina að brautarstöðinni.

Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.fr að nokkur slys hafi orðið að undanförnu í Frakklandi þar sem fólk hefur orðið fyrir hraðlestum. Þar á meðal lét ungur maður lífið í síðasta mánuði eftir að hafa sofnað á brautarteinum í bænum Clermont-Ferrand. Þá gerðist það fyrr á árinu að lík hjólreiðamanns fannst framan á lest sem kom að brautarstöð í austurhluta landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert