Sífellt fleiri ættleidd frá Úganda

2,4 milljónir barna í Úganda eru munaðarlaus.
2,4 milljónir barna í Úganda eru munaðarlaus. AFP

Óttast er að börn frá  Úganda eigi á hættu að vera misnotuð og rænt í kjölfar gríðarlegrar aukningar ættleiðinga frá landinu. Hugsanlegt er talið að börn, sem ekki eru munaðarlaus, hafi verið ættleidd til annarra landa, þvert á vilja foreldra þeirra. 

Dagblaðið New Vision í Úganda greinir í dag frá niðurstöðum nýrrar skýrslu en þar kemur fram að yfirvöld í Úganda geti ekki rakið ættleiðingarferlið og því sé erfitt að fá nákvæmar upplýsingar um hvert börnin sem „ættleidd“ frá landinu fara. Sumum þeirra er hugsanlega rænt og eru þau jafnvel seld í mansal.

Um helmingur munaðarlausra barna í Úganda hafa misst foreldra sína úr HIV. Ættleiðingum hefur fjölgað um 400% frá árinu 2006 til ársins 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert