Þriðji Bandaríkjamaðurinn sýkur af ebólu

AFP

Þriðji bandaríski hjálparstarfsmaðurinn hefur greinst með ebólu en hann hefur verið við hjálparstörf í Vestur-Afríku þar sem faraldurinn hefur geisað. Þetta kemur fram í frétt AFP en trúboðasamtökin SIM tilkynntu um þetta í dag.

Ekki hefur verið gefið upp nafn Bandaríkjamannsins en hann er læknir og var við störf á ELWA sjúkrahúsinu í Monróvíu höfuðborg Líberíu. Tveir aðrir Bandaríkjamenn, læknirinn Kent Brantly and hjúkrunarfræðingurinn Nancy Writabol, höfðu áður sýkst af ebólu. Flogið var með þau til Bandaríkjanna þar sem þau tilraunalyf við vírusnum.

Fram kemur í fréttinni að Bandaríkjamaðurinn sem greint hafi með ebólu nú hafi ólíkt Brantly og Writabol ekki starfað með sjúklingum sem sýkir voru af ebólu. Ekki liggi fyrir með hvaða hætti hann hafi smitast af sjúkdóminum. Hann hefur verið settur í einangrun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert