Sá næsti verður breskur

Stilla úr myndskeiðinu af aftöku blaðamannsins Steven Sotloff
Stilla úr myndskeiðinu af aftöku blaðamannsins Steven Sotloff AFP

Böðullinn í myndskeiði Ríki íslam þar sem bandaríski blaðamaðurinn Steven Sotloff er skorinn á háls hótar því að næsta fórnarlamb samtakanna verði Breti, David Cawthorne Haines.

Sotloff er annar bandaríski blaðamaðurinn sem er tekinn af lífi af Ríki íslam á stuttum tíma. Myndskeið þar sem aftaka Sotloffs er sýnd var birt í gær. Þar talar böðullinn með breskum hreim, nánar til tekið með Lundúnahreim.

Í myndskeiðinu segist Sotloff, 31 árs, vera fórnarlamb ákvörðunar Barack Obama, Bandaríkjaforseta, um að halda loftárásum áfram gegn skæruliðum í Írak. Í kjölfar birtingar myndskeiðsins tilkynnti Obama um að Bandaríkin myndu senda aukin herafla til Íraks til þess að tryggja öryggi bandarískra stjórnarerindreka og almennra borgara frá Bandaríkjunum í höfuðborg landsins, Bagdad.

Í lok myndskeiðsins, sem er fimm mínútna langt, segist böðullinn vera kominn aftur vegna hrokafullrar utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Hann talar beint til Obama, klæddur svörtum klæðnaði og veifar bardagahníf. Hann vísar þar til fyrra myndskeiðsins sem sýndi aftöku James Foley en böðlarnir eru báðir svipað klæddir og tala báðir með breskum hreim.

 Hann fordæmdir nýlegar loftárásir Bandaríkjahers á svæðið í kringum Mosul stífluna í Írak. „Líkt og eldflaugar þínar halda áfram að ráðast að hálsi fólksins okkar munu hnífar okkar halda áfram að gera árásir á hálsa ykkar fólks,“ segir böðullinn áður en hann mundar hnífinn til þess að skera fórnarlamb sitt á háls.

Bæði hár og skegg Sotloffs er síðara en í fyrra myndsekiðinu þar sem því er hótað að hann verði næst tekinn af lífi.

Fjölskylda blaðamannsins hefur staðfest að það sé Sotloff sem er tekinn af lífi í myndskeiðinu og hafa foreldrar hans sagt að þau muni ekki gefa út neinar opinberar yfirlýsingar vegna dauða sonar síns.

Fyrrverandi yfirmenn Sotloffs hjá Time og Foreign Policy minntust hans í gærkvöldi og fréttaflutningi hans frá Sýrlandi og fleiri stöðum í Miðausturlöndum en hann var líkt og Foley bæði fréttamaður og myndatökumaður. Ritstjóri Foreign Policy í Miðausturlöndum, David Kenner, segir að Sotloff hafi bæði verið hugrakkur og góður fréttamaður.

Haines hefur verið í haldi hryðjuverkamanna frá því snemma á síðasta ári en hann hefur starfað sem friðargæsluliði í Suður-Súdan og vann fyrir hjálparsamtök í Sýrlandi þegar honum var rænt.

Böðullinn hótar því að næsta fórnarlambið sé Breti
Böðullinn hótar því að næsta fórnarlambið sé Breti AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert