Milljónum stúlkna nauðgað árlega

Þessi indverska amma þurfti að horfa á eftir tveimur barnabörnum …
Þessi indverska amma þurfti að horfa á eftir tveimur barnabörnum sínum í gröfina eftir að þeim var nauðgað og þau síðan myrt. Chandan Khanna

Um 120 milljón stúlkur um allan heim, eða um tíunda hver stúlka, er nauðgað eða mega þola kynferðislegt ofbeldi áður en þær verða tvítugar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Unicef um ofbeldi gegn börnum í heiminum. Skýrslan var kynnt á vegum Sameinuðu þjóðanna í dag.

Í skýrslunni segir að um 95.000 börn og unglingar, flestir í S-Ameríku og í Karabíska-hafinu, hafi verið myrt á árinu 2012.

Í skýrslunni er fjallað um fleiri tegundir af ofbeldi sem börn þurf að sæta, m.a. einelti sem skýrsluhöfundar segja að sé mikið vandamál.

Rannsóknin leiddi í ljós að sex af hverjum 10 börnum á aldrinum 2-14 ára þurfa reglulega að þola líkamlegar refsingar.

Skýrslan byggir á upplýsingum frá 190 löndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert